Um Klinik

Sjúkraþjálfunin Klinik hóf starfsemina í Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogi í september 2008. Klínik Sjúkraþjálfun sérhæfir sig í greiningu og meðhöndlun stoðkerfiseinkenna þar sem unnið er eftir Manual Therapy aðferðum sem hafa viðurkenndan og fræðilegan bakgrunn (e. evidence based).

Sjúkraþjálfun Klinik er staðsett í Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogi.

Opnunartími: Mán-fim. frá kl. 08:00-17:00.   Föst.08:00-16:00

Tímapantanir: Beinn sími 445 4404 eða með tölvupósti á mottaka@klinik.is

Starfsmenn: Sjá Starfsmenn

Hvernig kemst ég í tíma hjá Sjúkraþjálfun Klínik?
Til að komast í sjúkraþjálfun er æskilegt að hafa beiðni frá lækni en þess er ekki endilega þörf strax frá upphafi. Hægt er að ná beint inn með því að hringja í síma 445 4404. Einnig er hægt að panta tíma á netinu.

Hvernig er fyrsti tími í sjúkraþjálfun?
Fyrsti tími hjá sjúkraþjálfara Klínik fer í að greina stoðkerfisvandamálið og setja upp meðferðaplan. Í framhaldinu má búast við meðferðatímabili þar sem unnið er með stoðkerfisvandamálið og er æskilegt að skjólstæðingar taki virkan þátt í meðferðinni og séu ekki passífir. Rannsóknir hafa sýnt fram á að betri árangur náist í meðhöndlun skjólstæðinga þegar þeir vinna með sjúkraþjálfara.