Stoðkerfiseftirlit hjá Klínik

Ný þjónustu í heildrænni stoðkerfismeðferð

þar sem lögð er áhersla á greiningu og meðhöndlun á skjólstæðingum með stoðkerfiseinkenni ásamt reglulegri eftirfylgni.

Hvað gerir stoðkerfiseftirlitið fyrir skjólstæðinga?

Metur á heildrænan hátt stöðuna og greinir hugsanleg stoðkerfisvandamál sem þarfnast nánari athugunar og meðferðar.

Hvernig fer stoðkerfiseftirlit hjá Klínik Sjúkraþjálfun fram?

Skjólstæðingar panta tíma hjá sjúkraþjálfara sem fer yfir hans mál og metur stöðuna. Ekki er nauðsynlegt að vera með beiðni í sjúkraþjálfun frá lækni en gæti þurft í framhaldinu ef skjólstæðingar þurfa áframhald í sjúkraþjálfun. Stoðkerfiseftirlitið byggir á nákvæmri klínískri skoðun skjólstæðinga þar sem sjúkraþjálfari leggur áherslu á greina undirliggjandi þætti sem útskýra einkenni frá stoðkerfinu.

Hvað er Klínísk skoðun? Klínísk skoðun gengur út á að tekin er nákvæm sjúkrasaga, líkamsstöðugreining, hreyfigreining liða, vöðvagreining (liðleiki, kraftur og vöðvatónus eru metin), verkjastaða metin auk almennar færni. Síðar er farið yfir réttar vinnustellingar og líkamsbeitingu auk ítarlegrar fræðslu um stoðkerfið og vinnuumhverfið. Þess má geta að öll sjúkragögn falla undir þagnarskyldu og ekki leyfð til þriðja aðila.

Hlutverk stoðkerfiseftirlitsins er einnig að fyrirbyggja stoðkerfisvandamál og viðhalda góðri heilsu. Algengast er að starfsmenn séu kallaðir inn í eftirlit 1-2 x á ári. Með stoðkerfiseftirliti er lögð áhersla á að halda jafnvægi í stoðkerfinu auka vellíðan og afköst í starfi og leik. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hafa samband í síma 445-4404 eða sendi póst á gisli@klinik.is