Í réttum stellingum-grein birt í Morgunblaðinu 19 mars 2009

ÞAÐ ER til mikils að vinna að venja sig á að beita sér rétt við vinnuna. Ekki er sama hvernig farið er með stoðkerfið í vinnunni en röng líkamsstelling getur farið illa með líkamann.

Álag sem safnast upp

Að sögn Gísla er ekki óalgengt að fólk geri sér ekki grein fyrir hvernig það leggur rangt álag á stoðkerfið við tölvuvinnu. Líkaminn hefur mikla aðlögunarhæfni og getur þolað ýmislegt en áhrifin af rangri líkamsstöðu og líkamsbeitingu leggjast saman yfir lengri tíma, læðast oft aftan að fólki og gera svo á endanum rækilega vart við sig með miklum verkjum:

„Mestu skiptir að búa þannig um hnútana að hægt sé að vinna í fjölbreytilegum stellingum, bæði sitjandi og standandi, og passa að líkaminn sé ekki í kyrrstöðu í lengri tíma heldur að fólk hreyfi sig reglulega. Ef unnið er sitjandi er gott að temja sér að standa upp a.m.k. einu sinni á klukkustund en rannsóknir styðja að æskilegast sé að hreyfa sig á 20 mínútna fresti ef því verður viðkomið,“ útskýrir hann.

Rangt stilltir stólar gera lítið gagn

„Í sitjandi stöðu þurfa báðir fætur að hvíla á gólfi, eða skemli fyrir þá sem eru styttri í annan endann, og með u.þ.b. 90 gráða beygju í mjöðmum. Stólsetan á að hallast um 5% fram á við og stólbakið að veita stuðning við mjóbakið en stóllinn þarf að vera stillanlegur þannig að auðvelt sé að breyta um vinnustellingu yfir daginn.“

Stólarmar segir Gísli að geti verið bæði til gagns og ógagns: „Ef þeir eru rangt stilltir veita þeir ekki réttan stuðning við handleggi og auka álag á háls og herðar. Einnig geta armarnir komið í veg fyrir að hægt sé að sitja nógu nálægt borðinu,“ segir hann. „Ef allt er eins og það á að vera hvílir líkamsþunginn á setbeinunum í sitjandi stöðu, og þá næst rétt líkamsstaða upp allan líkamann.“

Djúpa vöðvakerfið í baki skiptir máli.

Vöðvakerfinu í baki er oft skipt upp í tvo flokka,
Annars vegar yfirborðs vöðva og hins vegar djúpa vöðvakerfið. Djúpa vöðvakerfið liggur næst hryggsúlu og er skipt í djúpa kviðvöðva, djúpa bakvöðva, grindarbotn og þind sem til samans mynda eina heild. Vöðvarnir virkjast í ákveðinni tímaröð og við eðlilegar aðstæður þá eiga þessir vöðvar að undirbúa líkamann fyrir hreyfingu en auk þess taka þeir þátt í hreyfingum hreyfingum hryggsins. Djúpvöðvakerfið gegnir því lykilhlutverki sem stöðugleikaþáttur fyrir hryggsúlu líkamans.

Styrktarþjálfun: Hægt er að þjálfa líkamann á ýmsa vegu, t.d. með eigin þyngd eða í líkamsræktartækjum. Allt hefur sýna kosti og galla. Styrktarþjálfun í líkamsræktartækjum hefur þann kost að tækin eru sérsniðin að ákveðnum vöðvum eða vöðvahópum. Í flestum tilfellum eru æfingar fyrir yfirborðsvöðva líkamans og þeir sem ekki hafa lært virkja djúpu vöðvana áður en farið er að styrkja vöðvana í tækjum missa af þeirri grunnvinnu sem þarf til að vera með sterkt bak og þar af leiðandi er hættan á því að það myndist ójafnvægi milli yfirborðs- og djúpvöðvakerfis og í framhaldinu skapað vandamál sérstaklega hjá þeim sem eru með undirliggjandi bakvandamál.

Æfingar með eigin þyngd eru mikið notaðar í dag eins og „cross fit“ og „ Boot camp“ . Æfingarnar eru á margan hátt gagnlegar því þær ganga út á það að virkja marga vöðvahópa í einu. Æfingarnar bjóða upp á fjölbreytileika sem getur aukið hreyfistjórn líkamans en gallinn er sá að ekki er hægt stilla þyngd eins vel og er sumum ofviða.

Bakvandamál: Þeir sem eru með undirliggjandi bakvandmál þurfa sérstaklega að leggja áherslu á að þjálfa upp djúpa vöðvakerfið strax í byrjun þjálfunar til að fá grunn fyrir framhaldið. Þjálfun á djúpa vöðvakerfinu í baki hefur verið rannsakað mikið síðustu ár og hafa niðurstöður sýnt fram á marktæka bætingu hjá ákveðnum hópi bak- og mjaðmargrindarsjúklinga. Markmið æfinganna er að styrkja djúpa vöðvakerfið í baki til að auka almenna færni við störf og leik. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að æfingarnar fyrir djúpvöðva baksins minnki verki, auki hreyfistjórn í baki og í framhaldinu sjálfsöryggi og almenna vellíðan.

Lokaorð: Það má segja að djúpa vöðvakerfið í baki sé undirstaðan til að ná árangri fyrir bakverkjasjúklinga en einnig fyrir fólk sem vill ná árangri í þjálfun og vera með sterkara bak.

Brjósklos

Fimmtudaginn 16 maí 2013 var haldinnfyrirlestur um hryggþófaröskun/brjósklos í Klínik Sjúkraþjálfun. Það var fámennt en góðmennt á fyrirlestrinum. Þar var farið yfir mörg mikilvæg atriði. meðal annars: -Algengi bakverkja. -Anatomia hryggsúlunnar. -Útskýring á hugtökum hryggþófaröskun og brjósklos. -Samsetning hryggþófans -Einkenni -Batahorfur -Áhættuþættir -Sjálfshjálp -Meðferð sjúkraþjálfara Hvetjum þá sem hafa áhuga á slíkri fræðslu að skrá sig á næsta fyrirlestur sem verður haldin í haust.

Stoðkerfiseftirlit hjá Klínik

Ný þjónustu í heildrænni stoðkerfismeðferð

þar sem lögð er áhersla á greiningu og meðhöndlun á skjólstæðingum með stoðkerfiseinkenni ásamt reglulegri eftirfylgni.

Hvað gerir stoðkerfiseftirlitið fyrir skjólstæðinga?

Metur á heildrænan hátt stöðuna og greinir hugsanleg stoðkerfisvandamál sem þarfnast nánari athugunar og meðferðar.

Hvernig fer stoðkerfiseftirlit hjá Klínik Sjúkraþjálfun fram?

Skjólstæðingar panta tíma hjá sjúkraþjálfara sem fer yfir hans mál og metur stöðuna. Ekki er nauðsynlegt að vera með beiðni í sjúkraþjálfun frá lækni en gæti þurft í framhaldinu ef skjólstæðingar þurfa áframhald í sjúkraþjálfun. Stoðkerfiseftirlitið byggir á nákvæmri klínískri skoðun skjólstæðinga þar sem sjúkraþjálfari leggur áherslu á greina undirliggjandi þætti sem útskýra einkenni frá stoðkerfinu.

Hvað er Klínísk skoðun? Klínísk skoðun gengur út á að tekin er nákvæm sjúkrasaga, líkamsstöðugreining, hreyfigreining liða, vöðvagreining (liðleiki, kraftur og vöðvatónus eru metin), verkjastaða metin auk almennar færni. Síðar er farið yfir réttar vinnustellingar og líkamsbeitingu auk ítarlegrar fræðslu um stoðkerfið og vinnuumhverfið. Þess má geta að öll sjúkragögn falla undir þagnarskyldu og ekki leyfð til þriðja aðila.

Hlutverk stoðkerfiseftirlitsins er einnig að fyrirbyggja stoðkerfisvandamál og viðhalda góðri heilsu. Algengast er að starfsmenn séu kallaðir inn í eftirlit 1-2 x á ári. Með stoðkerfiseftirliti er lögð áhersla á að halda jafnvægi í stoðkerfinu auka vellíðan og afköst í starfi og leik. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hafa samband í síma 445-4404 eða sendi póst á gisli@klinik.is

Brjósklosfyrirlestur sem var haldinn 8. mars 2012

Farið var yfir ýmis atriði tengt hryggþófaröskun/brjóskloseinkenna.

Meðal annars:

  • algengi bakverkja
  • útskýringar á „anatomiu“ hryggsúlunnar.
  • útskýringar á Hryggþófaröskun/brjósklos: m.a. Samsetning hryggþófans, einkenni, batahorfur, áhættuþættir, sjálfshjálp, meðferð sjúkraþjálfara.
  • Höfuðverkur

    Höfuðverkur er algengur

    og er talið að allt að 70-80% fólks fái höfuðverki einhverntímann á lífsleiðinni. Algengustu ástæður höfuðverks eru:
    a) spennuhöfuðverkur sem má rekja til einkenna frá vöðvakerfinu,

    b) höfuðverkur sem má rekja til einkenna frá efstu hálsliðum (C1-C2)

    c) migrenishöfuðverkur sem má rekja til að talið er til æðakerfisins.

    d) óljósar ástæður sem þurfa frekari athygli og frekari skoðunar.

    Meðhöndlun við hálsríg

    Sjúkraþjálfari metur einkenni hálsrígs með ýtarlegri skoðun og ákveður í kjölfarið hvaða meðferðasniði hann beitir en það ræðst af því hversu svæsin einkennin eru. Meðal meðferðasniða sem koma til greina er mjúkpartameðferð (nuddaðferðir), liðlosun, hnykkingar, liðkandi æfingar, rafmagnsmeðferð, hita/kulda meðferð, fræðsla um rétta líkamsbeitingu, vinnustellingar og hvíldarstellingar auk nálarstungumeðferðar.

    Hnykkingar framkvæmdar af sjúkraþjálfara

    Hnykkingar (manipulation) er eitt meðferðasniða sem er hægt að nota á skjólstæðinga til hjálpa þeim að ná bata og hafa rannsóknir síðustu ára aukist sem styðja þetta meðferðasnið.

    Þeir sem beita oftast hnykkingum eru kírópractorar, osteopathar og sjúkraþjálfararar sem hafa sérmenntun í manual Therapy aðferðum. Hjá Klínik Sjúkraþjálfun er sjúkraþjálfari sem hefur sérmenntun í stoðkerfinu og þar með leyfi til að beita hnykkingum þegar við á. Hver skjólstæðingur er skoðaður og stoðkerfisvandmálið er metið hverju sinni og meðferðaplan sett upp m.t.t.. einkenna. Hjá Klínik Sjúkraþjálfun er lögð áhersla á heildræna stoðkerfismeðferð sem þýðir að ef skjólstæðingar þurfa hnykkmeðferð þá er það einungis hluti af meðferðinni.

    Sjúkraþjálfari er það rang nefni?

    Heiti sjúkraþjálfara þekkja flestir hér á Íslandi en það er samt spurning hvort sjúkraþjálfari sé rangnefni yfir það sem við sem störfum í þessari grein erum að gera. Hugsanlega væri réttast að kalla starfsheitið: Stoðkerfisfræðingur þar sem við erum að vinna með stoðkerfið og þeir sem hafa sérmenntun í faginu væru þá sérfræðingar í stoðkerfinu.

    Djúpvöðvakerfið í baki-Grein í Morgunblaðinu 4. jan 2010

    Djúpvöðvakerfið í baki skipti máli

    Djúpa vöðvakerfi líkamans gleymist oft þegar líkamsrækt er stunduð.
    Mikilvægt er að gera styrkjandi æfingar fyrir djúpa vöðvakerfið í baki til að undirbúa líkamann fyrir hreyfingu. Þetta á sérstaklega við þá sem eiga við bak- og mjaðmagrindarvandamál að stríða.

    Gísli Sigurðsson sjúkraþjálfari hjá Klíník Sjúkraþjálfun sérhæfir sig í greiningu og meðhöndlun stoðkerfiseinkenna þar sem unnið er eftir Manual Therapy aðferðum. Gísli hefur starfað sem sjúkraþjálfari í nærri áratug og eru tvö ár síðan hann lauk sérhæfðu mastersnámi í Manual Therapy frá Englandi.

    Tvískipt vöðvakerfi

    Vöðvakerfi í baki má skipta í tvo flokka, annars vegar yfirborðsvöðva og hins vegar djúpa vöðvakerfið. Það er samansett af vöðvunum sem liggja næst hryggsúlunni og eru vöðvarnir sem undirbúa líkamann fyrir hreyfinguna auk þess að gegna stöðugleikahlutverki fyrir hryggsúlum. Þeir sem eru með undirliggjandi bakvandamál geta haft gagn af því að æfa djúpvöðvakerfið, sérstaklega mikilvægt í byrjun þjálfunar.

    Grunnþjálfun sem krefst einbeitingar

    „Þetta eru vöðvarnir sem fólk ætti allt staðan til að ná árangri. Æfingarnar fyrir djúpa vöðvakerfið miðast við að vinna á djúpu kvið- og bakvöðvunum svo og grindarbotni og þind sem til samans mynda eina heild.

    Mestu skiptir í þessum æfingu að ná inn samspennu milli kviðs og baks sem er kennt á ákveðinn hátt, annað hvort í liggjandi stöðu eða á fjórum fótum. Ein aðferðin er að virkja fremri grindarbotnsvöðvann (á við líka fyrir karlmenn) og færa spennuna síðan upp í neðri kviðvegghol (kviðaröndun). Æfingarnar virðast flóknar í fyrstu en lærast fljótt við réttar leiðbeiningar. Æfingstöðuna í bakinu. Með æfingunum lærist
    líka betri líkamsvitund þannig að líkamsbeiting fólks verður betri.

    „Rannsóknir hafa sýnt að æfinglegum yfirborðsæfingum.

    Markmiðið með æfingunum er að minnka verki með því að styrkja kerfið og auka hreyfistjórnina í baki sem eykur sjálföryggi og almenna vellíðan. Sjúkraþjálfarar hafa mikið kynnt nauðsyn slíkra æfinga síðastliðin ár, þar sem hugsunin um að allar æfingar séu unnar út frá miðjunni, en þessi hugsun hefur auk þess verið notuð í pilates og rope yoga segir Gísli.