Meðhöndlun við hálsríg

Sjúkraþjálfari metur einkenni hálsrígs með ýtarlegri skoðun og ákveður í kjölfarið hvaða meðferðasniði hann beitir en það ræðst af því hversu svæsin einkennin eru. Meðal meðferðasniða sem koma til greina er mjúkpartameðferð (nuddaðferðir), liðlosun, hnykkingar, liðkandi æfingar, rafmagnsmeðferð, hita/kulda meðferð, fræðsla um rétta líkamsbeitingu, vinnustellingar og hvíldarstellingar auk nálarstungumeðferðar.