Algengar spurningar

Hvað er hægt að gera eftir aftanákeyrslu (whiplash)?
Aftanákeyrslur (whiplash injury) eru algengar á Íslandi. Sem betur fer ná flestir bata (80-90%) eftir aftanákeyrslur en það getur tekið mislangan tíma og fyrirhöfn. Til þess að fyrirbyggja krónískt ástand er mikilægt að hafa samband við sjúkraþjálfara sem allra fyrst eftir slík slys því það þarf að skoða og meta ýmsa þætti til að á góðum árangri í endurhæfingu. Samstarf skjólstæðinga og sjúkraþjálfara skipti miklu máli til að ná árangri en meðferð byggist m.a. mikið upp á virkri þjálfun. Sjúkraþjálfarar hjá Klínik Sjúkraþjálfun hafa mikla reynslu í meðhöndlun whiplash sjúklinga.

Hvað er „Runners knee“?
Hlaupara hné eða „Runners knee“ eru algeng einkenni hjá fólki á öllum aldri sem stunda hlaup að einhverju leiti. Einkenni lýsa sér sem verkir og óþægindi hliðlægt á læri og niður á hnélið. Algengtast er að hlauparinn finni alltaf fyrir einkennum á ákveðnum tímapunkti t.d. eftir 25 mínútur. Einkenni eru oftast skerandi verkur sem veldur því að hlauparinn verður að stoppa hlaupið og kemst ekki lengra. Ástæður einkenna skapast oftast vegna vöðvastyttingar í hliðlægum lærvöðva sem heitir M.Tractus iliotibialis. Þetta er í raun stuttur vöðvi sem liggur frá fremra horni mjaðmargrindar og niður á hliðlægan lærlegg en síðan tekur við sinabreiða að hné (sinabreiðan skiptir á milli fremra og aftari lærvöðvahólfs). Meðferð byggist upp á að „brjóta upp vítahringinn“ og hafa sjúkraþjálfarar hjá Klínik Sjúkraþjálfun sérþekkingu á meðhöndlun „Runners knee“.

Brjósklos/hryggþófaröskun
Hryggþófaröskun er heiti yfir sjúkdómseinkenni sem má rekja frá hryggþófa sem liggur á milli tveggja aðliggjandi hryggjarliða. Hryggþófa hefur oft verið lýst sem „dempara“ milli hryggjarliða en í raun dreifir hann álaginu jafnt á liðfleti hryggjarliða. Hryggþófinn er eins og „laukur“ að lögun og innst er blautur kjarni. Oft byrja einkenni sem vöðvastífleiki í baki, en þá má segja að rifa sé kominn í hryggþófann,oftast liggur rifan innan frá og út í ysta lag og þá bungar innihald út í aðliggjandi vefi (protrusion). Það fer allveg eftir staðsetningu,magni og stærð rifunnar hversu svæsin einkenni og batahorfur verða. Það kallast brjósklos (prolaps) þegar innihald hryggþófans lekur alveg út og ertir aðliggjandi vefi og þegar hér er komið við sögu þá fer innihald ekki aftur inn og þá má segja að það sé „endirinn á sögunni“. Hryggþófaröskun er algeng hjá fólki á aldrinum 20-40 ára og oft eru það karlmenn með þröngan mænugang sem lýsa verri einkennum. Þeir sem vilja fræðast frekar um brjósklos er bent á að tala við sjúkraþjálfara hjá Klínik Sjúkraþjálfun

Verkir í framanverðum hnélið
Fjöldi fólks á öllum aldri hefur verki í framanverðum hnélið (anterior knee pain). Helstu þættir sem skapa einkenni eru röng líkamsstaða eða skekkjur í ganglimum, stífleiki í mjúkvefjum ganglima, vöðvamisræmi milli vöðvahópa á mjaðmargrindarsvæði og ganglimum, ýmiskonar þjálfunaraðferðir. Tími hjá sjúkraþjálfara getur skipt sköpun til að meta og greina vandamálið og leggja upp meðferðaplan til að minnka einkenni.

Hvernig er hægt að minnka viðverandi hálsríg?
Það sem skiptir mestu máli er að hreyfa hálsinn að sársaukamörkum nokkrum sinnum yfir daginn og hvílast. Bólgueyðandi lyf geta hjálpað. Ekki gera athafnir sem auka verkina. Heitir/kaldir bakstrar geta minnkað einkenni. Réttast er að hafa samband við sjúkraþjálfara en frekari leiðbeiningar gefa sjúkraþjálfarara hjá Klínik Sjúkraþjálfun. Ef réttum fyrirmælum er fylgt þá má oftast ná bata innan þriggja sólarhringa.

Helstu orsakir hálsrígs
Rannsóknir telja helstu orsakir hálsrígs vera vegna óæskilegs álags t.d. sofa með nýtt höfuðlag eða nýjar/breyttar vinnu- og legustellingar. Orsökin er oftast frá vöðvakerfinu og/eða hálsliðum. Oftast er um að ræða „læsingu“ milli tveggja smáliða í hálshrygg þar sem liðpoki sem klæðir viðkomandi liðbil er klemmdur. Vöðvastífleiki í aðlægum vöðvum getur verið frumorsök eða afleiðing hálsrígs.

Þursabit
Þursabit eða Skessuskot eru heiti sem eru notuð um bráðaverki í lendarhrygg (lumbago acuta). Oftast er um að ræða einkenni vegna hryggþófaröskunar eða frá smáliðum (fascett joint). Hryggþófar (sem liggja milli hryggjarliða og mynda til samans liðbil) sem verða fyrir röskun, bunga út og valda þrýsting á taugarætur og aðliggjandi vefi sem gefa einkenni. Hér er um að ræða forstig brjósklos (protrusion-annulus intact). Ef lengra komið og útbungun er aukin og rof verður á hryggþófa þá er talað um brjósklos (prolaps-annulus not intact) og þá eru einkenni oftast svæsnari. Hins vegar ef einkenni koma frá smáliðum (fascett joint) þá er það oftast vegna þess að liðfletir liggja ekki í réttu plani og þá er talaði um „læsingar“ á milli smáliða þar sem liðpoki er klemmdur sem hindrar eðlilegar hreyfingar í lendarhrygg

Verkir

  • Verkir gegna hlutverki í varnakerfi líkamans og eru að öllu jöfnu „óvirkir“ við venjulegar aðstæður.
  • Verkir eru boð um ákveðið ástand þar sem líkaminn þarfnast úrlausnar.
  • Nýlegum verkjum þarf að veita athygli.
  • Verkir geta orðið viðverandi (krónískir) ef ekkert er gert í málunum.
  • Verkir geta verið óþolandi og stjórnað lífi manna.
  • Verkir minnka eða hverfa í flestum tilfellum þegar jafnvægi er komið á líkama og sál.
  • Verkir eru ein algengasta ástæða fyrir heimsóknum til sjúkraþjálfara.

Hvað er “frosin öxl”?
“Frosin öxl” kallast það ástand þegar hreyfingar axlarliðar eru skertar í margar áttir. Oft fylgja óbærilegir verkir í kjölfarið sem geta haft áhrif á bæði svefn og daglegt líf. Ástæður fyrir “frosinni öxl” eru margþættar en sumar rannsóknir benda til þess að það séu triggerpunktar í vöðvum axlarliðar sem skapi ástandið en hins vegar er algengasta útskýringin að samgróningar í liðpoka axlarliðar sé orsakavaldurinn.

Hversu langan tíma tekur það fyrir “frosna öxl” að gróa?
Sjúkrameðferð þar sem m.a. Manual Therapy aðferðir eru notaðar sem meðferða form tekur í flestum tilfellum nokkra mánuði upp í eitt til tvö ár (verstu tilfelli). Ef meðferð hjá sjúkraþjálfara dugar ekki þá er gripið til aðgerðar á axlarlið sem bæklunarskurðlæknir framkvæmir í flestum tilfellum.

Hvaða hreyfing axlarliðar verður oftast skert í „frosinni öxl“?
Sú axlarhreyfing sem í flestum tilfellum verður fyrst skert er útsnúningur (lateral rotation), síðan fráfærsla (abduction), innsnúningur (medial rotation). Það eru undantekningar á þessari reglu þar sem engin einstaklingur er eins.

Frosin öxl og batahorfur
Í fyrstu skiptir mestu máli að fara eftir leiðbeiningum sjúkraþjálfarans sem hefur sérþekkingu á hreyfi-og stoðkerfinu. Eftir nákvæmt mat og greiningu á vandamálinu eru skamm- og langtímamarkmið ákveðin. Það fer eftir því hversu svæsin einkenni eru og sjúkdómsgreiningin “frosin öxl” hvernig framhaldið verður. Ein af þeim æfingum sem sjúkraþjálfarinn leggur mikla áhersla á í upphafi er að ná aftur inn útsnúning axlarliðar. Frekari upplýsingar gefa sjúkraþjálfarar hjá Klínik.