Klínik Sjúkraþjálfun býður nú upp á ástandsmat á stoðkerfi líkamans. Matið er einstaklingsmiðað og hentar vel þeim sem þurfa aðstoð með að bæta sig líkamlega og auka vellíðan í starfi og leik.
Farið verður yfir líkamstöðu hjá hverjum og einum einstakling, t.d. er hryggskekkja, er hún áunnin? Hvað er hægt að gera til að leiðrétta skekkjur eða ósamhverfur í líkamanum?
Skoðaðir hreyfiferla liða, er t.d. full hreyfigeta í hálsliðum? Hvað er hægt að gera til að auka hreyfigetu í hálsliðum, kenndar liðkandi æfingar og vöðvateygjur.
Mat á vöðvalengd og vöðvakrafti í helstu vöðvahópum-af hverju verða tveggja liða vöðvahópar oftar fyrir einkennum? Hvaða vöðvahópar eiga það til að styttast með auknum aldri? Hvað er hægt að gera til að vinna gegn hrörnunarferli líkamans?
Farið yfir vinnustöður, vinnuumhverfi og líkamsbeitingu- hvað er það sem er auðveldlega hægt að breyta til að auka vellíðan? Farið yfir ytri og innri þætti í vinnuumhverfi. Fræðsla er stór þáttur ástandsmats.
Metið grunn ástand einstaklings og síðan endurmat eftir átta vikur. Kenndar grunn stoðkerfisæfingar-einstaklingsmiðað æfingaprógram.
Kenndar helstu vöðvateygjur-einstaklingsmiðað vöðvateygjuprógram.
Prentuð út ástandsskýrsla og farið yfir skammtíma- og langtímamarkmið til að ná árangri til að auka og viðhalda vellíðan til þess að bæta eigin lífsskilyrði.
Upplýsingar í síma 445-4404