Rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir sem vinna við tölvur séu líklegri að þróa með sér stoðkerfiseinkenni. Einkenni frá háls-og herðasvæði eru algeng, má þar nefna höfuðverkur, klemmueinkenni í axlarliðum ofl. Einkenna frá brjóst-og lendarhrygg eru algeng og geta þróast út í krónísk einkenni ef ekkert er gert.
Rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir sem hafa orðið fyrir áverka séu líklegri að þróa með sér einkenni frá stoðkerfinu, þeir sem vinna tölvuvinna þróa oft með sér breytt hreyfimynnstur og það hefur verið sýnt fram í mörgum rannsóknum að það sé marktækur munur í vöðvum axlargrindar milli þeirra hópa sem hafa lent í áverka í samanburði við hópa án áverka, þar sem áverkahópur hefur marktækt meiri vöðvavirkni í sjalvöðvanum (M.m.trapezius) oftar hægra megin. Það er líklegt að bæði innri og ytri þættir stjórni þessum mun.