Grein um bakverki-birt í Morgunblaðinu 5 .sept. 2008

Æ, æ, ó, ó mér er svo illt í bakinu…

Gísli Sigurðsson skrifar um verki í stoðkerfi

ÞAÐ er algengt að heyra þessa setningu óma í íslensku samfélagi í dag þar sem mjög margir einstaklingar eru bakveikir. En hvað er hægt að gera fyrir baksjúklinga? Flestir vita svörin við þeirri spurningu eða hvað? Gömlu húsráðin að leggjast í rúmið og bíða eftir bata eða gera „ekkert“ eru löngu úreltar aðferðir. Með auknum rannsóknum og þekkingu hefur meðhöndlun baksjúklinga fleygt fram þó öll svör séu ekki alltaf fyrir hendi. Ástæður fyrir bakvandmálum eru margþættar og má þar helst nefna nútíma lifnaðarhætti, m.a. kyrrsetu, hreyfingarleysi, einhæfa líkamsstöðu og ranga líkamsbeitingu. Auk þess eru offituvandamál stóraukin vandamál í hinum vestræna heimi og auka til muna líkurnar á stoðkerfiseinkennum. Eru bakverkir þar engin undantekning. En hvað er til ráða til að minnka bakverki og lina þjáningar? Fyrsta skrefið er að leita til fagaðila og eru sjúkraþjálfarar sú starfstétt sem hefur mesta sérþekkingu í hreyfi- og stoðkerfinu en rúmlega 60% íbúa hér á landi hafa leitað til sjúkraþjálfara með sín vandamál á síðustu 10 árum. Verkir eru ein algengasta ástæða fyrir komu skjólstæðinga til sjúkraþjálfara en því miður bíða allt of margir með að fá hjálp þar til ástandið er orðið slæmt og bakverkirnir óbærilegir. Bakvandamálum er skipt í marga undirflokka en meðferð án skurðaðgerðar er oftast fyrsta val í meðhöndlun bakverkja. Í mörgum tilfellum getur sjúkraþjálfun hjálpað baksjúklingum að ná bata en greining og mat á einkennum skipta mestu máli í upphafi meðferðar til að hægt sé að meðhöndla undirliggjandi vandamál. Þegar bata er náð er mikilvægt að halda áfram að vinna að bættri heilsu en þá þarf að leggja línurnar fyrir framtíðina með fyrirbyggjandi aðgerðum.

Í dag vinna flestir sjúkraþjálfarar út frá bestu fáanlegum rannsóknum (evidence based). Rannsóknir hafa sýnt fram á að mikilvægt sé að sjúkraþjálfarinn og skjólstæðingur vinni saman að markmiðum og deili ábyrgðinni sameiginlega. Með raunhæfum markmiðum þar sem skjólstæðingur tekur virkan þátt í ákvarðanatöku og er tilbúinn að taka ábyrgð á eigin heilsu undir leiðsögn og handleiðslu sjúkraþjálfarans er hægt að ná bestum árangri. Með aukinni fræðslu næst enn betri árangur en fræðsla er sá þáttur meðhöndlunarinnar sem er því miður oft vanmetinn. Fræðsla um rétta líkamsbeitingu, setstöður og vinnustellingar ætti að hefjast strax í barnaskólum og síðan á öllum stigum þjóðfélagsins. Fræðsla sem inniheldur útskýringar á hreyfi- og stoðkerfinu, hvað þarf að varast og hvaða þætti þarf að leggja áherslu á til að viðhalda góðri heilsu í nútíma-kyrrsetuþjóðfélagi er gagnleg og líkleg til að minnka þjáningar skjólstæðinga og fækka veikindadögum og þar með spara miklar fjárhæðir í heilbrigðiskerfinu. Fræðsla og fyrirbyggjandi aðgerðir er það sem koma skal en það hefur sýnt sig að ef fyrirbyggjandi aðgerðum er rétt framfylgt má minnka töluverða hættu á bakverkjakasti og endurteknum bakverkjaköstum. Þess ber að geta að endurtekin bakverkjaköst eru oftar en ekki svæsnari og kvalafyllri en oft tekur lengri tíma fyrir skjólstæðinga að ná sér af fyrsta bakverkjakasti. Fyrirbyggjandi aðgerðir og fræðsla eru það sem koma skal, en fyrirtæki, sveitarfélög og ríki ættu að huga betur að þessum þáttum og fjárfesta til framtíðarinnar.

Það má með sanni segja að sjúkraþjálfun á Íslandi sé framsækið fag þar sem enn fleiri sjúkraþjálfara fara í framhaldsnám og sérhæfingu sem nýtist skjólstæðingum vel. Rannsóknum tengdum sjúkraþjálfun sem eru vel framkvæmdar og samkvæmt traustri aðferðafræði fjölgar sífellt og er nú hægt að vinna í síauknum mæli út frá viðurkenndum aðferðum (evidence based practice) sem gagnast vel við hinum ýmsu stoðkerfis- og hreyfivandamálum sem eru að aukast í vestrænum kyrrsetuþjóðfélögum. En betur má ef duga skal ef árangur á að nást í meðhöndlun baksjúklinga og því mikilvægt að landsmenn hugi betur að sinni heilsu.

Óæskileg vöðvavirkni hjá þeim sem vinna við tölvur?

Rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir sem vinna við tölvur séu líklegri að þróa með sér stoðkerfiseinkenni. Einkenni frá háls-og herðasvæði eru algeng, má þar nefna höfuðverkur, klemmueinkenni í axlarliðum ofl. Einkenna frá brjóst-og lendarhrygg eru algeng og geta þróast út í krónísk einkenni ef ekkert er gert.

Rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir sem hafa orðið fyrir áverka séu líklegri að þróa með sér einkenni frá stoðkerfinu, þeir sem vinna tölvuvinna þróa oft með sér breytt hreyfimynnstur og það hefur verið sýnt fram í mörgum rannsóknum að það sé marktækur munur í vöðvum axlargrindar milli þeirra hópa sem hafa lent í áverka í samanburði við hópa án áverka, þar sem áverkahópur hefur marktækt meiri vöðvavirkni í sjalvöðvanum (M.m.trapezius) oftar hægra megin. Það er líklegt að bæði innri og ytri þættir stjórni þessum mun.

Nýtt í sjúkraþjálfun-Ástandsmat á stoðkerfi líkamans fyrir fólk á aldrinum 8-88 ára.

Klínik Sjúkraþjálfun býður nú upp á ástandsmat á stoðkerfi líkamans. Matið er einstaklingsmiðað og hentar vel þeim sem þurfa aðstoð með að bæta sig líkamlega og auka vellíðan í starfi og leik.

Farið verður yfir líkamstöðu hjá hverjum og einum einstakling,  t.d. er hryggskekkja, er hún áunnin? Hvað er hægt að gera til að leiðrétta skekkjur eða ósamhverfur í líkamanum?
Skoðaðir hreyfiferla liða, er t.d. full hreyfigeta í hálsliðum? Hvað er hægt að gera til að auka hreyfigetu í hálsliðum, kenndar liðkandi æfingar og vöðvateygjur.
Mat á vöðvalengd og vöðvakrafti í helstu vöðvahópum-af hverju verða tveggja liða vöðvahópar oftar fyrir einkennum? Hvaða vöðvahópar eiga það til að styttast með auknum aldri? Hvað er hægt að gera til að vinna gegn hrörnunarferli líkamans?
Farið yfir vinnustöður, vinnuumhverfi  og líkamsbeitingu- hvað er það sem er auðveldlega hægt að breyta til að auka vellíðan? Farið yfir ytri og innri þætti í vinnuumhverfi. Fræðsla er stór þáttur ástandsmats.
Metið grunn ástand einstaklings og síðan endurmat eftir átta vikur.  Kenndar grunn stoðkerfisæfingar-einstaklingsmiðað æfingaprógram.
Kenndar helstu vöðvateygjur-einstaklingsmiðað vöðvateygjuprógram.
Prentuð út ástandsskýrsla og farið yfir skammtíma- og langtímamarkmið til að ná árangri til að auka og viðhalda vellíðan til þess að bæta eigin lífsskilyrði.

Upplýsingar í síma 445-4404

Work-related neck and upper limb disorders

Úrdráttur úr Masters ritgerð frá the University of Birmingham.

Work-related neck and upper limb disorders (WRUNLD) are a negative factor of increased computer use.  Neck pain has been associated with neck and head posture but according to the literature the outcome is conflicting.  The purpose of this study was to investigate the muscular activity in the sternocleidomastoid (SCM) muscles during sitting in two different cranio-cervical postures (CCP’s) in a standard computer environment using electromyography (EMG). 

The muscular activity was measured during 5 minutes period, twice with the head held in a resting posture (RHP) and ones after being placed, by the author, in a neutral head posture (NHP) as defined by Kendall et al. (2005).  Linear excursion measurement device (LEMD) was used to determine the differences between the resting and neutral head postures.  Twenty-four students from University of Birmingham (aged 19-31) responded to e-mail request for volunteers and fulfilled the inclusion criteria.  The study was single-blinded, one-tailed, using the same subject design with A-A-B repeated measurements where A- represents the resting and B- the neutral head posture. The participants attended laboratory room for measurements where the total procedure time was approximately 30 minutes.  Root-mean-square (RMS) values over one minute of the sEMG signals were calculated for data analysis.  The paired t-test was used for statistical analysis using SPSS (version 15).  The results showed no significant difference (P=0.08) in muscular activity in the sternocleidomastoid muscles when sitting with the head in resting or neutral head postures.  The LEMD outcome showed that the participants’ resting head postures deviated significantly (P<0.001) from the neutral head posture. The findings suggest increased activity in the SCM muscles in the neutral head posture compared with the resting one. It also shows that neutral head posture is unfamiliar among young individuals working on computers.