Djúpvöðvakerfið í baki skipti máli
Djúpa vöðvakerfi líkamans gleymist oft þegar líkamsrækt er stunduð.
Mikilvægt er að gera styrkjandi æfingar fyrir djúpa vöðvakerfið í baki til að undirbúa líkamann fyrir hreyfingu. Þetta á sérstaklega við þá sem eiga við bak- og mjaðmagrindarvandamál að stríða.
Gísli Sigurðsson sjúkraþjálfari hjá Klíník Sjúkraþjálfun sérhæfir sig í greiningu og meðhöndlun stoðkerfiseinkenna þar sem unnið er eftir Manual Therapy aðferðum. Gísli hefur starfað sem sjúkraþjálfari í nærri áratug og eru tvö ár síðan hann lauk sérhæfðu mastersnámi í Manual Therapy frá Englandi.
Tvískipt vöðvakerfi
Vöðvakerfi í baki má skipta í tvo flokka, annars vegar yfirborðsvöðva og hins vegar djúpa vöðvakerfið. Það er samansett af vöðvunum sem liggja næst hryggsúlunni og eru vöðvarnir sem undirbúa líkamann fyrir hreyfinguna auk þess að gegna stöðugleikahlutverki fyrir hryggsúlum. Þeir sem eru með undirliggjandi bakvandamál geta haft gagn af því að æfa djúpvöðvakerfið, sérstaklega mikilvægt í byrjun þjálfunar.
Grunnþjálfun sem krefst einbeitingar
„Þetta eru vöðvarnir sem fólk ætti allt staðan til að ná árangri. Æfingarnar fyrir djúpa vöðvakerfið miðast við að vinna á djúpu kvið- og bakvöðvunum svo og grindarbotni og þind sem til samans mynda eina heild.
Mestu skiptir í þessum æfingu að ná inn samspennu milli kviðs og baks sem er kennt á ákveðinn hátt, annað hvort í liggjandi stöðu eða á fjórum fótum. Ein aðferðin er að virkja fremri grindarbotnsvöðvann (á við líka fyrir karlmenn) og færa spennuna síðan upp í neðri kviðvegghol (kviðaröndun). Æfingarnar virðast flóknar í fyrstu en lærast fljótt við réttar leiðbeiningar. Æfingstöðuna í bakinu. Með æfingunum lærist
líka betri líkamsvitund þannig að líkamsbeiting fólks verður betri.
„Rannsóknir hafa sýnt að æfinglegum yfirborðsæfingum.
Markmiðið með æfingunum er að minnka verki með því að styrkja kerfið og auka hreyfistjórnina í baki sem eykur sjálföryggi og almenna vellíðan. Sjúkraþjálfarar hafa mikið kynnt nauðsyn slíkra æfinga síðastliðin ár, þar sem hugsunin um að allar æfingar séu unnar út frá miðjunni, en þessi hugsun hefur auk þess verið notuð í pilates og rope yoga segir Gísli.