Hnykkingar (manipulation) er eitt meðferðasniða sem er hægt að nota á skjólstæðinga til hjálpa þeim að ná bata og hafa rannsóknir síðustu ára aukist sem styðja þetta meðferðasnið.
Þeir sem beita oftast hnykkingum eru kírópractorar, osteopathar og sjúkraþjálfararar sem hafa sérmenntun í manual Therapy aðferðum. Hjá Klínik Sjúkraþjálfun er sjúkraþjálfari sem hefur sérmenntun í stoðkerfinu og þar með leyfi til að beita hnykkingum þegar við á. Hver skjólstæðingur er skoðaður og stoðkerfisvandmálið er metið hverju sinni og meðferðaplan sett upp m.t.t.. einkenna. Hjá Klínik Sjúkraþjálfun er lögð áhersla á heildræna stoðkerfismeðferð sem þýðir að ef skjólstæðingar þurfa hnykkmeðferð þá er það einungis hluti af meðferðinni.